30 prósenta lækkun á Toyota bílum?

http://www.fib.is/myndir/Land_Cruiser_2008.jpg

Með verðfalli krónunnar undanfarnar vikur hafa innfluttar vöru orðið dýrari. Fleiri og fleiri verðlitlar krónur þarf til að borga fyrir innfluttar vörur og hafa bílar sannarlega ekki verið þar undanskildir. Bílaumboðin hafa brugðist við ástandinu á ýmsan hátt en flest reynt að halda í sér með verðhækkanir eftir megni.

En eftir að fleyting krónunnar hófst í síðustu viku hefur gengi hennar styrkst verulega gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum innan úr einu stærsta bílaumboðinu – Toyota umboðinu - hafa menn þar á bæ svo mikla trú á því að styrkingin sé kominn til að vera og krónan sé að braggast, að ákveðið hefur verið að draga til baka 30 prósenta hækkun á verði nýrra Toyotabíla sem sett var á um síðustu mánaðamót.