300 þúsund Leaf hafa verið seldir

Þáttaskil urðu hjá japanska bílaframleiðandanum Nissan þegar fyrirtækið seldi á dögunum sinn þrjú hundraðasta Leaf rafmagnsbílinn. Leaf kom fyrst á markað í lok árs 2010 og hefur notið vinsælda víða um heim.

Mest hefur selst af þessum bílum í Bandaríkjunum og Japan. Yfir hundrað þúsund bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum og yfir 90 þúsund í Japan. Alls hafa verið seldir yfir 95 þúsund bílar í Evrópu. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíllinn í heiminum í dag og er ekkert lát á vinsældum hans.

Frá því að Nissan fór að bjóða nýju kynslóð rafmagnsbílsins Leaf í forsölu í Evrópu fyrir tveimur mánuðum hafa rúmlega tíu þúsund manns lagt inn pöntun, þar af á annað hundrað hér á landi en sala bílsins hefst á Íslandi í byrjun apríl.