3,2 lítrar á hundraðið

http://www.fib.is/myndir/JonSmari.jpg
Jón Smári Jónsson varð hlutskarpastur einstaklinga í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu sl. laugardag. Til hægri á myndinni er Hugi Hreiðarsson markaðsstjóri Atlantsolíu, sem afhenti Jóni Smára sigurverðlaunin.

Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fór fram laugardaginn 3. maí. Ekinn var 143,2 km hringur frá upphafsstað sem var bensínstöð Atlantsolíu við Bíldshöfða í Reykjavík.

Keppnin var tvískipt að þessu sinni. Annarsvegar  kepptu atvinnumenn (bifreiðaumboð og aðilar innan bílgreinarinnar) og hins vegar einstaklingar. Sá sem fór keppnishringinn á minnstu eldsneyti af einstaklingum var Jón Smári Jónsson á Smart Fortwo dísilbíl. Bíll hans eyddi 3,53 lítrum af dísilolíu miðað við 100 km.

Sparneytnasti bíll keppninnar reyndist vera Volkswagen Fox sendibíll með dísilvél. Hann eyddi í keppninni sem svarar 3,19 lítrum á hundraðið.

Athygli vekur við keppni eins og þessa að margir, ef ekki flestir keppenda ná að láta keppnisbílana eyða minna og stundum verulega minna eldsneyti en uppgefnar eyðslutölur samkvæmt eyðslumæliaðferð Evrópusambandsins segja til um. Árangur keppenda sýnir því hversu miklum árangri og þar með sparnaði almennir ökumenn geta náð með því að tileinka sér annað ökulag sem einkennist af forsjálni, framsýni og mýkt.

Sigur í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu felst ekki í því að aka ofurhægt heldur þvert á móti á eðlilegum og löglegum umferðarhraða. Keppendum eru sett tímamörk sem miðast við lögleg hraðamörk á keppnisleiðinni. Gefin eru refsistig ef ökumenn eru of fljótir og einnig ef þeir eru of seinir. Hér á eftir má sjá nokkrar myndir úr keppninni. Fleiri myndir er að finna á heimasíðu Atlantsolíu.

 http://www.fib.is/myndir/Spar1.jpghttp://www.fib.is/myndir/Spar2.jpg

http://www.fib.is/myndir/Spar3.jpg The image “http://www.fib.is/myndir/Spar4.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. 

http://www.fib.is/myndir/Spar5.jpg http://www.fib.is/myndir/Spar6.jpg