3.496 nýskráningar fyrstu þrjá mánuði ársins

Þegar þrír mánuðir eru liðnir af þessu ári er Tesla söluhæsta bílategundin. Nýskráningar eru 620 í Tesla og bara í marsmánuði einum voru þær 443. Hlutdeild Tesla er 17,2% af markaðnum að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Toyota er í öðru sæti með 511 bíla og 14,6% hlutdeild. Kia kemur í þriðja sætinu með 421 bíla og 12% hlutdeild.

Þessar þrár bílategundir skera sig nokkuð úr því í fjórða sætinu er Dacia með 232 bíla og 6,6% hlutdeild. Hyundai er í fimmta sætinu með 216 bíla og Volkswagen 136 bíla.

Nýskráningar fyrstu þrjá mánuðina eru alls 3.496 en fyrir sama tímabil á síðasta ári voru þær 3.217. Nýskráningar til almennra notkunar nema um 60% og til bílaleiga 40%.

Þegar rýnt er nánar í tölur kemur í ljós að hlutdeild hreinna rafbíla fyrstu þrjá mánuði ársins er 45,8%, alls 1.600 bílar. Hybrid-bílar hafa 16,6% hlutdeild, alls 580, og tengiltvinn 13, 2% og alls 463. Dísil-bílar hafa 12,9% hlutdeild og bensín 11,5%.