40 brýr friðaðar í Noregi



http://www.fib.is/myndir/Skarnsund.jpg
Skarnsund-brúin. Ein þeirra friðuðu.

Þjóðminjavörður Noregs hefur friðað 40 brýr í þjóðvegakerfi landsins. Brýrnar teljast verðmætar tækniminjar og verða varðveittar sem slíkar og sem hluti af samgöngusögu landsins.

Alls eru rúmlega 16.700 brýr í norska þjóð- og sýsluvegakerfinu – timbur, steinsteypu-, stál- og steinhlaðnar brýr af öllu mögulegu tagi sem endurspegla gamla og nýja byggingartækni af öllu hugsanlegu tagi. Nú hafa 40 verið friðaðar þannig að framvegis má engar breytingar gera á útliti þeirra, en brýrnar verða áfram í notkun og þeim haldið eðlilega við.http://www.fib.is/myndir/Tromsobru.jpg

Tilgangurinn með friðuninni er að komandi kynslóðir geti séð með eigin augum sögu og þróun vega- og brúargerðar. Friðuðu brýrnar þykja allar hafa tæknisögulegt, sögulegt og listrænt gildi og eru frá ýmsum tímum.

Tromsöbrúin hefur nú verið friðuð.