400 rafbílar á einu bretti

Bílaleigan Avis í Danmörku sem bæði leigir út bíla til skamms og langs tíma, hefur pantað á einu bretti 400 Nisssan Leaf rafbíla. Pöntunin mun vera heimsmet, því aldrei hafa áður verið keyptir jafn margir rafbílar í einu af einu og sama fyrirtæki.

Sala á rafbílum hefur mjög dregist saman í Danmörku frá því sem var meðan almennur áhugi fyrir þeim var sem mestur fyrir tveimur til fjórum árum. Fyrir því eru vafalaust nokkrar ástæður eins og hátt verð, langur endurhleðslutími, takmarkað drægi (a.m.k. miðað við hefðbundna bíla). Þessi 400 bíla pöntun lyftir verulega rafbílasölutölum ársins í Danmörku sem hafa verið harla lágar að undanförnu. Þannig hafa það sem af er þessu ári verið nýskráðir 159 rafbílar í Danmörku, bæði fólks- og vörubílar.

Þessi stóra rafbílapöntun er reyndar ekki alfarið að frumkvæði bílaleigunnar heldur er hún hluti opinbers verkefnis sem lýtur að því að útbreiða rafbíla og auka á ný almennan áhuga fyrir þeim. Verkefnið nefnist Plug and Play og í gegn um það geta bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir sem eiga og reka bílaflota fengið rafbíla keypta á hagstæðu verði til að bæta þeim við flota sína.

Bílaleigan Avis í Danmörku sem bæði leigir út bíla til skamms og langs tíma, hefur pantað á einu bretti 400 Nisssan Leaf rafbíla. Pöntunin mun vera heimsmet, því aldrei hafa áður verið keyptir jafn margir rafbílar í einu af einu og sama fyrirtæki.

Sala á rafbílum hefur mjög dregist saman í Danmörku frá því sem var meðan almennur áhugi fyrir þeim var sem mestur fyrir tveimur til fjórum árum. Fyrir því eru vafalaust nokkrar ástæður eins og hátt verð, langur endurhleðslutími, takmarkað drægi (a.m.k. miðað við hefðbundna bíla). Þessi 400 bíla pöntun lyftir verulega rafbílasölutölum ársins í Danmörku sem hafa verið harla lágar að undanförnu. Þannig hafa það sem af er þessu ári verið nýskráðir 159 rafbílar í Danmörku, bæði fólks- og vörubílar.

Þessi stóra rafbílapöntun er reyndar ekki alfarið að frumkvæði bílaleigunnar heldur er hún hluti opinbers verkefnis sem lýtur að því að útbreiða rafbíla og auka á ný almennan áhuga fyrir þeim. Verkefnið nefnist Plug and Play og í gegn um það geta bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir sem eiga og reka bílaflota fengið rafbíla keypta á hagstæðu verði til að bæta þeim við flota sína.