43,3% vilja endurnýja heimilisbílinn með dísilbíl

Samtals 728 manns svöruðu síðustu spurningu FÍB hér á vefnum sem var þessi: Ætlar þú að fá þér dísilbíl næst þegar þú endurnýjar heimilisbílinn. Gefnir voru þrír svarmöguleikar; Já – Nei – Veit ekki.
Ef eitthvað má marka það hvernig svörin skiptust þá er að verða eða orðin talsverð viðhorfsbreyting hjá almenningi því 43,3 prósent svarenda svöruðu spurningunni játandi. 33,1 prósent kváðust ekki ætla að endurnýja í dísilbíl og 23,6 prósent voru óákveðnir.
Nú er skammdegið gengið í garð. Vegna þess er það nauðsynlegra en nokkru sinni að öll ljós á bílnum séu í lagi og notuð rétt. Við vekjum því athygli á nýrri spurningu hér til hægri á vefnum. Í henni er spurt um ljósin á bílnum þínum og hvort þú fylgist reglulega með því að þau séu í lagi.
The image “http://www.fib.is/myndir/Konnun.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.