5 dyra VW Up
Nýi VW smábíllinn Up sem kominn er á bílasölur Volkswagens á meginlandi Evrópu hefur fengið ágæta dóma bílablaðamanna og þykir bæði sparneytinn og góður í akstri. Fyrstu mánuðina sem hann hefur verið á markaði hefur hann einungis verið í boði sem þriggja dyra, en síðar á árinu er fimm dyra útgáfa væntanleg. Fimm dyra útgáfan mun væntanlega þykja að mörgu leyti hentugri t.d. fyrir barnafjölskyldur.
Fimm dyra útgáfan verður lítilsháttar dýrari en þriggja dyra útgáfan. Í Þýskalandi verður verðmunurinn á þremur og fimm dyrum 475 evrur. Tæknilega séð er að öðru leyti lítill munur á þriggja- og fimm dyra útgáfunum. Sömu tvær vélargerðirnar verða í boði í báðum. Báðar eru þær þriggja strokka. Sú aflminni er 60 hö. en sú aflmeiri er 75 hö. VW Up er einnig framleiddur og seldur sem Skoda Citigo og Seat Mii.
English
Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

