600 ha. „fjölskyldutrylllitæki“ frá Audi

http://www.fib.is/myndir/AudiRS6.jpg
Audi RS6.

Á bílasýningunni í Frankfurt tjalda evrópskir bílaframleiðendum öllu til að vanda og eitt mesta tryllitækið á svæðinu verður að þessu sinni ný „vöðvaútgáfa“ af 6-línu Audi sem nefnist Audi RS6.

RS6 er ofurbíll sem lítur út að mestu eins og venjulegur fjölskyldubíll en er úlfur í sauðargæru svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Audi segir að aflið sé 580 hestöfl en evrópskir bílafjölmiðlar segja að það sé meira – minnst 610-620 hestöfl. Vélin er V10 með tveimur túrbínum. Vinnslan er uppgefin 650 Newtonmetrar á snúningshraðabilinu 1500-6250 sn./mín.http://www.fib.is/myndir/AudiRS6_inni.jpg

Gírkassinn er sex gíra sjálfskiptur með möguleika á handvali og er venjulegur handskiptur gírkassi ekki fáanlegur. Drif er á öllum fjórum hjólum og er 60% aflsins alla jafna á afturhjólunum en 40% á framhjólunum.

Uppgefin meðaleyðsla er 10 l á hundraðið sem er með ólíkindum lítið fyrir svo aflmikinn bíl rúmlega tveggja tonna þungan. Viðbragðið í hundraðið er 4,6 sekúndur og úr kyrrstöðu í 200 er það 14,9 sek. Hámarkshraðinn er 250 og gæti verið mun meiri, en tölvubúnaður sér til þess að bílinn fari ekki hraðar en þetta.