600 kall kostar miðinn

Í auglýsingu frá FÍB í nýlega útkomnu FÍB blaðið segir að miðar fyrir stökum ferðum um Hvalfjarðargöng fáist á skrifstofu félagsins á 600 krónur. Það er reyndar hárrétt en flest annað í texta auglýsingarinnar er hins vegar tómt rugl.

 Málið er nefnilega þannig vaxið að félagsmenn geta hvenær sem er komið við á skrifstofu félagsins að Borgartúni 33 og keypt staka miða í Hvalfjarðargöngin og kostar hver miði kr. 600. Venjulegt verð hins vegar ef greitt er í gjaldskýlinu við vesturenda ganganna er 800 krónur en ekki 400, eins og segir í auglýsingunni sem er á blaðsíðu 6 í nýjasta tölublaði FÍB blaðsins.

 Þetta áréttist hér með um leið og beðist er velvirðingar á missögninni.