64,5% voru heima um verslunarmannahelgina

64,5 prósent þeirra sem svöruðu síðustu spurningu okkar hér á FÍB vefnum um hvar fólk dvaldi um sl. verslunarmannahelgi, sögðust hafa slappað af heima og ekkert farið.

Næst flestir kváðust hafa dvalið í sumarbústað um þessa umræddu helgi eða 12,5%. 11,5% kváðust hafa farið í útilegu en 5,7% fóru á útihátíð og jafn margir, eða 5,7% sögðust hafa dvalið erlendis.

Nú hefur verið sett ný spurning á vefinn sem verða mun þar fram eftir septembermánuði. Hún snýst um það hvernig minnstu skólabörnin ferðast milli heimilisins og skólans; fara þau gangandi, hjólandi, í skólabíl eða er þeim ekið í heimilisbílnum?