709 nýir fólksbílar seldust í janúar

Nú liggja fyrir sölutölur nýrra fólksbíla fyrir janúarmánuð. Þar kemur í ljós að í fyrsta mánuði ársins seldust 709 nýir fólksbílar en í sama mánuði í fyrra seldust 846 bílar. Þetta er samdráttur upp á rúm 16% en þetta kemur fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.

Þrátt fyrir þennan samdrátt er það spá Bílagreinasambandsins að í heildina muni bílasala aukaust um 10% og seldir bílar í loks ársins verði í kringum 12 þúsund bílar. Búist er við að bílasala taki kipp þegar líður á vorið og á seinni hluta ársins.

Þegar sölutölur fyrir janúar eru skoðaðar voru nýorkubílar rúmlega helmingur þeirra bíla sem seldust í jánuar. Tengiltvinnbílar voru 18,9% og rafbílar 18,5%. Hlutur hybrid bíla var 13,7%. Í janúar í fyrra var hlutur þessara framansögðu bíla um 27,5% í heildarsölunni.