75 ára afmælisráðstefna FÍB

http://www.fib.is/myndir/FIB-logo.jpg
Landsþing FÍB verður haldið í Eldborg við Bláa lónið á föstudag, 30 nóvember. Að þingstörfum loknum verður haldin sérstök 75 ára afmælisráðstefna félagsins og er hún helguð umferðaröryggismálum. Ráðstefnan, sem nefnist Umferðaröryggi, umhverfi og tækni hefst kl. 14.00

Eitt af meginmarkmiðum FÍB hefur frá stofnun félagsins fyrir 75 árum hefur alla tíð verið örugg umferð. Félagið er í nánu sambandi við systursamtök sín og tekur með þeim þátt í alþjóðaverkefnum til að stuðla að öruggari umferð hvarvetna. Meðal þeirra má nefna EuroRAP vegrýni sem FÍB annast hér á landi.

Meðal framsögumanna á ráðstefnunni verður Saul Billingsley, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs FIA Foundation alþjóðastofnunarinnar og fjallar framsöguerindi hans um umferðaröryggismál á heimsvísu.

Félagsmenn og aðrir áhugamenn um örugga umferð eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna og geta skráð sig á fib@fib.is eða með því að hringja í síma 414 9999. Skráningarfrestur er til kl. 16.30 á morgun, fimmtudaginn 29. nóvember.
http://www.fib.is/myndir/Afm.ra%F0stefna.jpg