99 ár frá fyrsta Grand Prix kappakstrinum í Le Mans

The image “http://www.fib.is/myndir/LeMansPorsche.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Á næsta ári verður ein öld liðin frá því fyrsta Le Mans Grand Prix kappaksturskeppnin var haldin. Dennis Sander, bandarískur arkitekt og prófessor við Texasháskóla hefur boðist til að teikna og hanna safn til minningar um þessa keppni í fortíð og nútíð. Frakkar eru svo sem til í það að safn verði reist og segja að Sander megi það svo sem. Hann verði bara sjálfur að finna fjármagn til þess – 200 milljónir dollara.
Le Mans kappaksturskeppnin er trúlega frægasta þessháttar keppni í sögunni og nafn borgarinnar Le Mans er órjúfanlega tengt þessari 24 tíma aksturskeppni. En þrátt fyrir það hefur aldrei tekist að hrinda hugmynd um Grand Prix safn í borginni. Dennis Sander er undrandi á þessu áhugaleysi Frakka. Hann segist geta hannað safnið og byggt það og haft það tilbúið að ári þegar nákvæmlega 100 ár verða frá því að fyrsta Le Mans keppnin fór fram ef hafist verði handa strax.
The image “http://www.fib.is/myndir/Le-Mans.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.