A-Bat frá Toyota

http://www.fib.is/myndir/A-BAT_5.jpg
Toyota A-Bat.

Bílasýningin í bílaborginni Detroit verður opnuð fyrir blaðamenn þann 13. janúar nk. Að vanda verða ýmsar nýjungar sýndar þar og margar þeirra eru afsprengi síhækkandi olíuverðs. Því verða sparneytnari bílar en áður í fyrirrúmi á sýningunni.

En bílaframleiðendur hljóta einnig að reyna að ná augum og eyrum Bandaríkjamanna með því sem þeim fellur best og Bandaríkjamenn hafa lengi haft mikið dálæti á pallbílum.  Toyota mun sýna í Detroit frumgerð nýs lítils pallbíls á bandarískan mælikvarða, sem nefnist A-Bat. Í honum eru ýmis atriði sem ekki áður hafa sést í pallbílum en um það tala myndirnar hér að neðan sínu máli.

Ytri mál þessa frumlega pallbíls eru (Lengd / breidd / hæð í sm). 460 x 189 x 162. Vélbúnaðurinn er tvíorkuvél eins og í Prius (Bensínvél+rafmagns-).
http://www.fib.is/myndir/A-BAT-1.jpg http://www.fib.is/myndir/A-BAT-2.jpg The image “http://www.fib.is/myndir/A-BAT-4.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

 The image “http://www.fib.is/myndir/A-BAT-3.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.fib.is/myndir/A-BAT_5.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.