Á fornbíl í sumarfríinu

The image “http://www.fib.is/myndir/73TriumphSpitfire.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Sænska ferðaskrifstofan Fritidsresor býður í sumar upp á viku ökuferð í hópakstri á Triumph Spitfire forn-sportbílum um Kalabríuhérað á S-Ítalíu. Tveir verða um hvern bíl (enda sætin ekki fleiri í bílnum). Innifalið í ferðapakkanum er flug frá Svíþjóð til S-Ítalíu, kennsla á bílinn, gisting á fimm fjögurra og fimm stjörnu hótelum, fullt fæði, bensín á bílinn og leðurslá fyrir ökumanninn.
Lagt er upp í ferðina frá Club Belmonte á Miðjarðarhafsströndinni og ekið um fjöll og dali. Stansað er áfangastöðum þar sem ferðalanga bíða uppábúin borð utandyra með hvítum dúkum, postulíni og kristal. Enskumælandi leiðsögumaður leiðbeinir ferðalöngunum um heyrnartæki. Ferðin kostar um 140 þúsund ísl. kr.
The image “http://www.fib.is/myndir/Triumph.Spitfire.MkII.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Sjá nánar hérna.