Á gömlum Fiat 500 frá Torino til Peking

The image “http://www.fib.is/myndir/Fiat500.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Skyldu mennirnir komast á þessum gamla Fiat til Peking, 2000 km leið?
Þann 19. apríl sl. lögðu tveir ungir Ítalir upp í langferð á gömlum Fiat 500 árgerð 1973. Ferðin hófst við höfuðstöðvar Fiat í Torino á N-Ítalíu en áfangastaðurinn er Bejing, höfuðborg Kína. Tilefnið er að borgirnar hafa verið útnefndar til að halda næstu ólympíuleika og á ferðin að marka táknrænt olympíutengsl borganna.
Ferðamennirnir heita Danilo Elia, 32 ára og Fabrizio Bonserio, 33 ára. Danilo er mikill ferðamaður og hefur m.a. hjólað um Noreg þveran og endilangan, hjólað á fjallahjóli þvert yfir hálendi Íslands, ekið um Nepal á mótorhjóli og um Tíbet á jeppa.
Gamli Fiatinn sem á að bera þá félagana þessa 20 þúsund kílómetra milli ólympíuborganna tveggja var keyptur sérstaklega til þessarar ferðar. Búið er að yfirfara hann rækilega hjá Fiat og endurnýja slitna og bilaða hluti í honum með upprunalegum Fiat varahlutum, eins og segir í fréttum evrópskra blaða af málinu. Ökuferin hófst í Torino sem fyrr segir og óku þeir í gegn um Slóveníu og Ungverjaland til Úkraínu þar sem þeir eru staddir nú. Þaðan halda þeir um Rússland og Kasakstan, austur með norðurströnd Kaspíahafsins að Aralvatni. Þaðan liggur leiðin um Uzbekistan um borgirnar Bukhara, Samarkand og Khiva inn í Kína. Áætlað er að ferðin taki nokkra mánuði.