Á þriðja hundrað ökutækja urðu fyrir tjóni vegna blæðinga

Á þriða hundrað ökutækja urðu fyrir tjóni undir lok síðasta árs vegna tjörublæðinga á þjóðveginum norður til Akureyrar. Vegklæðning safnaðist saman í hjólskálum bílanna og við það brotnuðu stuðara bílanna. Margir bílar urðu ennfremur fyrir lakkskemmdum. Heildartjónið nemur tæpum 30 milljónum.

Á RÚV kemur fram í samtali við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðinnar, að heildarupphæð tjóna er um 29 milljónir og það muni Vegagerðin greiða. Hann segir að ekki hægt hægt að koma í veg fyrir blæðingar og því hafi Vegagerðin leitað leiða til þess að tjón sem þetta verði sem minnst. Til skoðunar sé og það komi til greina að setja á þungatakmarkanir þó þetta sé mikilvægasta flutningaleiðin á milli landshluta, eða jafnvel að loka vegum þegar svona kemur upp.

Vegagerðin hefur til skoðunar að setja á þungatakmarkanir í dag. Varað er við bikblæðingum á vegum á Vesturlandi, nánar tiltekið í Svínadal og Reykhólasveit. Menn frá Vegagerðinni eru að skoða ástand veganna á þessum slóðum.