Áætlað að það taki 5-7 ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi

Vesturlandsvegur um Kjalarnes hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu í kjölfar banaslyss og alvarlegra slysa. Mikill þrýstingur hefur verið lagður á stjórnvöld að grípa til aðgerða á Vesturlandsveginum.

Sveitastjórnir hafa ályktað um málið og í síðustu viku höfðu yfir 4500 hafa skrifað undir áskorun til samgönguráðherra um nauðsynlegar endurbætur á veginum um Kjalarnes. Fram kemur frá hópi fólks, sem berst fyrir bættum samgöngum um Kjalarnes, að í nærri hverri fjölskyldu á Akranesi er einhver sem keyrir Vesturlandsveg til vinnu eða náms. 

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Vegagerðin ætlar að Vega­gerðin áætl­ar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vest­ur­lands­veg á Kjal­ar­nesi. Tals­verð vinna er eft­ir við und­ir­bún­ing og fjár­magn hef­ur ekki verið tryggt á fjár­lög­um.

Gróf kostnaðaráætl­un fyr­ir breikk­un hring­veg­ar á Kjal­ar­nesi á 10 km kafla frá Kollaf­irði að Hval­fjarðargöng­um er áætluð í kring­um 2.600 millj­ón­ir króna.

Vinna er í gangi við gerð deili­skipu­lags fyr­ir svæðið og er gert ráð fyr­ir að deili­skipu­lagstil­laga verði aug­lýst í fe­brú­ar.