Aðalkallinn hjá Hyundai fangelsaður

http://www.fib.is/myndir/Hyundaikallar.jpg
Chung Mong-koo forstjóri Hyundai tv. ásamt Jiri Paroubek forsætisráðherra Tékklands.

Forstjóri og stjórnarformaður Hyundai Motor Co. i Seoul í Kóreu, hinn 68 ára gamli Chung Mong-koo var handtekinn nýlega og ákærður fyrir spillingu í þungavigtarflokki, eins og það er orðað í danska bílablaðinu Motormagasinet. Auk hans hefur Chung Eul-sun, forstjóri dótturfyrirtækisins Kia Motor Co. einnig verið ákærður fyrir spillingu en hann neitar sökum.

Samkvæmt frétt Motormagasinet sem höfð er eftir fjölmiðlum í S-Kóreu telur ríkissaksóknari landsins sig hafa sannanir fyrir því að forstjórarnir tveir hafi ráðstafað yfir 8,5 milljörðum ísl. kr. inn á leynireikninga í bönkum. Af leynireikningunum hafi þeir svo greitt mútur til stjórnmálamanna.

Málið hefur haft þær afleiðingar að frestað hefur verið að birta afkomutölur út bókhaldi fyrsta ársfjórðungs. Sömuleiðis hefur verið frestað því að undirrita samninga milli Hyundai og tékkneskra stjórnvalda um nýja bílaverksmiðju í Tékklandi. Þá hefur samskonar undirritun í Bandaríkjunum vegna nýrrar Kia-verksmiðju einnig verið frestað.  En Jiri Paroubek forsætisráðherra Tékklands hefur af þessu tilefni sagst vera til í það að fara til Kóreu til að fá hina mikilvægu undirskrift Chung Mong-koo forstjóra, sé hann í farbanni og megi ekki yfirgefa Kóreu.