Aðalskoðun gefur mynstursdýptarmæla

Bíleigendum býðst nú að nálgast handhæga lyklakippu með mynstursdýptarmæli án endurgjalds á næstu skoðunarstöð Aðalskoðunar.   Kippan einfaldar þeim að tryggja að þeir uppfylli ákvæði nýrrar reglugerðar um mynstursdýpt bíldekkja. 

Reglugerðin tók gildi þann 1. nóvember.  Nú þurfa hjólbarðar bifreiða að hafa að lágmarki 3,0 mm mynstursdýpt yfir vetrartímann (1. nóvember – 14. apríl). Yfir sumartímann þurfa hjólbarðar að hafa að lágmarki 1,6 mm mynstursdýpt.

„Við leggjum áherslu á að bifreiðakoðun snúist um svo miklu meira en bílinn, hún snýst um að tryggja öryggi þeirra sem í bílnum eru.  Dekkin eru eini snertiflötur bílanna við götuna og því lykilatriði að þau séu í lagi,“ segir Bergur Helgason framkvæmdastjóri Aðalskoðunar.  „Það getur reynst snúið að mæla mynstursdýptina, en með þessari nýju kippu er það leikur einn.  Á henni eru líka upplýsingar um lágmarksmynstursdýpt bæði að sumri og vetri. Ég hvet bíleigendur til að nálgast kippu á skoðunarstöðvum okkar á meðan birgðir endast“.

Á eftirfarandi skoðunarstöðvum Aðalskoðunar má nálgast lyklakippurnar:

Hjallahraun 4, Hafnarfirði
Skeifan 5, Reykjavík
Grjótháls 10, Reykjavík
Skemmuvegur 6, Kópavogi
Holtsgata 52, Reykjanesbæ