Af nýjum bílum er hlutfall dísilbíla mjög hátt

Fyrstu þrá mánuði ársins seldust 6427 nýir bílar hér á landi en yfir sama tímabil á síðasta ári seldust 6705 bílar. Salan er því rúmum 4% minni borið saman við sömu mánuði í fyrra. Helstu ástæður samdráttar eru þær að hægt hefur á vexti í ferðaþjónustunni, bílaleigur bera hærri vörugjöld og almenningur horfir til þess að kjarasamningar verða lausir í haust og næsta vetur. Þetta kom fram í umfjöllun um málið í fréttatíma Stöðvar 2.

Þegar tölur frá Bílagreinasambandinu í þessu sambandi er skoðaðar kemur fram að samdrátturinn í sölu er enn meiri ef sölutölur fyrir apríl er skoðaðar. Í þessum mánuði í fyrra seldust 2048 bílar en í sama mánuði í ár seldust 1812 bílar sem er samdráttur upp á 11.5%. Þess má geta að 2017 var metár í sölu nýrra bíla hér á landi.

Í tölum frá Bílagreinasambandinu kemur fram og vekur athygli að af nýjum bílum er hlutfall dísilbíla hátt eða um 42,% sem er 1% samdráttur þegar sömu mánuðir milli ára eru skoðaðir. Af nýjum bílum er dísil vinsælasti orkugjafinn. Það gerist á sama tíma þegar dísil-bifreiðar hafa átt undir högg að sækja víðar í Evrópa.

Nánar um umfjöllina má nálgast hér.