Afgerandi meirihluti gegn vegatollum

Alls svöruðu 16.665 manns könnun FÍB á viðhorfi almennings til hugmynda núverandi samgönguráðherra um innheimtu vegatolla. 86,7 prósent þeirra sem svöruðu höfnuðu vegatollahugmyndinni.

Spurningin var svohljóðandi:

Vilt þú taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að standa straum af kostnaði við vegakerfi landsins?

Niðustöður voru eftirfarandi: 

Já sögðu 1.757 eða 10,5 prósent.

Nei sögðu 14.441 eða 86,7 prósent.

Óvissir voru 467 eða 2,8 prósent.

Viðhorfskönnun þessi hófst kl. 16.00 sl. miðvikudag 15. febr. og lauk sunnudagskvöld 19. febr. kl. 22.00