Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn

Fyrstu eintök af Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu.

Honda e er fyrsti bíll Honda sem er eingöngu knúinn rafmagni og hefur bíllinn fengið lof frá bílablaðamönnum og fagólki fyrir einstaka hönnun, tækni og aksturseiginleika. Fyrsti Honda e bíllinn var afhentur á dögunum en eigandi hans er Þorsteinn Guðjónsson.

Staðalbúnaður bílsins er einstaklega ríkulegur og er hann búinn varmadælu sem kemur sér einstaklega vel á köldum morgnum vetrarins sem nú fer í hönd.