Aftur í herinn

http://www.fib.is/myndir/Jeep_j8.jpg
Jeep J8.

Jeppadeild Chryslers, eða Chrysler's Jeep Division segist í fréttatilkynningu aftur að byrja að framleiða herjeppa, arftaka hins eina sanna Jeppa sem Willy´s og Ford byggðu á stríðsárunum. Nýi herjeppinn heitir Jeep J8 og er í grunninn Jeep Wrangler sem er sérbreyttur og aðlagaður hernaðarþörfum.

J8 jeppinn verður ekki skot- og sprengjuheldur enda ekki ætlaður til aksturs í fremstu víglínu heldur til nota að baki víglína þar sem þörf er á sterku og traustu farartæki til að flytja mannskap og búnað milli staða.The image “http://www.fib.is/myndir/JeepJ8-2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Vélin í J8 verður fjögurra strokka 2,8 l 160 ha. dísilvél og við hana verður fjögurra gíra sjálfskipting og auðvitað hátt og lágt drif. Dráttargetan er 3,5 tonn. Hann verður eingöngu ætlaður til sölu og afnota utan Bandaríkjanna enda uppfyllir hann ekki ströngustu bandaríska útblásturs- og mengunarstaðla.

Grind og undirvagn J8 er sérstaklega styrkt. Að aftan eru blaðfjaðrir enda á burðarþolið að vera talsvert meira en hjá venjulegum Wrangler. Hann mun fást bæði þriggja og fimm dyra og sem pallbíll með tveggja manna húsi. Bíllinn verður byggður í verksmiðju Chryslers í Kaíró í Egyptalandi og hefst fjöldaframleiðsla á J8 eftir áramótin næstu