Aksturspeningar upp á margar milljónir algjör undantekning

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir  það heyra til algjöra undantekninga að fólk fái aksturspeninga upp á margar milljónir á ári. Þetta kom fram í Morgunútvarpi á Rás 2 í morgun þar sem rætt var m.a.um útreikninga á aksturskostnaði og ástæður þess að þingmenn geti fengið meira endurgreitt fyrir ferðakostnað en þeirra leggja út.

Runólfur sagði í þættinum að fullyrða mætti að það sé algjör undantekning í samfélaginu að einhver sé að þiggja aksturspeninga fyrir svona mikinn akstur árlega. Í flestum tilfellum eru fyrirtæki og aðilar að greiða þessar akstursgreiðslur vegna aksturs starfsmanna sem eru iðulega í skemmri vegalengdir.

Runólfur sagði að ef þingmenn ækju um fimmtán þúsund kílómetra á ári færi nærri að þeir fengju endurgreiddan þann kostnað sem þeir leggja út fyrir. Miðað er við að þingmenn fari á bílaleigubíl ef þeir aka meira en það en sumir þingmenn hafa neitað að verða við því.

Viðtalið í Morgunútvarpi á Rás 2 í morgun má sjá hér.