Álagning á bensín hefur lækkað í vor

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa.jpg


Eftirfarandi línurit sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á bensíni og dísilolíu og kostnað neytenda af álagningu og flutningi á hvern lítra af eldsneyti frá janúar 2005 út apríl 2007.

Svo sem sjá má eru miklar sveiflur í innkaupsverði og álagningu yfir þetta tímabil. FÍB fylgist reglulega með verðmyndun á olíumarkaði til upplýsingar fyrir bifreiðaeigendur.

Þróunin nú vor hefur verið á þann veg að heimsmarkaðsverð hefur farið hækkandi og þá sérstaklega bensínið. Á sama tíma hefur álagning á bensín lækkað en hækkað á dísilolíu.
http://www.fib.is/myndir/Heimsm.verd-mai-2007.jpg