Álagning olíufélaganna hækkar og hækkar

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa2.jpg

Kostnaður neytenda vegna álagningar og dreifingarkostnaðar olíufélaganna á dísilolíu hefur hækkað um 63% frá árinu 2005, hvorki meira né minna – úr kr. 20,60, í kr. 33,60 á lítrann.  Þessar tölur eru uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs til dagsins í dag. Hér er því um raunhæfan samanburð að ræða,

Á þessum sama tíma hefur álagning á bensínið hækkað um 35% úr 23,60 krónum á lítra í 31,86 kr.. 

Ljóst er að olíufélögin hafa gengið freklega fram á liðnum árum í að hækka álagningu http://www.fib.is/myndir/Alagning09-1.jpgsína. Þetta hafa félögin augljóslega gert til þess meðal annars að standa straum af skuldsettum yfirtökum sem á liðnum árum hefur verið ein helsta meinsemd íslenska efnahagsundursins.

Líklega eru fáir markaðir sama marki breenndir og sá íslenski að fyrirtæki geti kastað jafn miklum hækkunum út í verðlagið fyrirvaralaust eins og olíufélögin hafa ítrekað verið staðin að. Það er vísbending um að samkeppni virki illa eða hreint ekki á íslenska markaðnum. Menn láti einfaldlega neytendur borga brúsann þegar þeim hentar.

Meðfylgjandi línurit sýna glöggt þróun álagningar á eldsneytið undanfarin ár. http://www.fib.is/myndir/Tafla.jpg
http://www.fib.is/myndir/Alagning09-2.jpg