Allir verði að greiða fyrir þátt­töku eða fyrir notkun á vega­kerfinu

Sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga 2024 sem kynnt voru á fréttamannafundi í morg­un í fjármálaráðuneytinu er gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum. Fjár­mála­ráð­herra gat þess í kynningu frumvarpsins að gefið hafi verið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla. Það kom fram í máli fjármálaráðherra að áfram verði samt hagkvæmara að eiga rafbíl.

Fjármálaráðherra sagði ennfremur að í gildi hafa verið fram að þessu í­vilnanir fyrir um­hverfis­væna bíla og við höfum séð orku­skiptin eiga sér stað, sér­stak­lega fyrir heimilin í landinu og mörg fyrir­tæki. Bjarni sagði að þessar í­vilnanir voru skyn­sam­legar til þess að fá breytinguna af stað en aug­ljóst er að þegar upp er staðið þá verða allir að greiða fyrir þátt­töku eða fyrir notkun á vega­kerfinu og við erum að stíga á­kveðin skref á næsta ári þar sem raf­bílar munu fara að greiða fyrir notkun á vega­kerfinu.

Rafmagnsbifreiðar taki þátt í að greiða gjald fyrir notkun á vegakerfinu

,,Um næstu áramót verða stigin frekari skref og í grunninn finnst okkur orðið tímabært að rafmagnsbifreiðar taki þátt í að greiða gjald fyrir notkun á vegakerfinu. Um þetta verður sérstaklega fjallað í sérstöku frumvarpi sem kemur fram á haustmánuðum. Augljóst sé að þessar miklu ívilnanir, sem hafa verið í gangi fyrir orkuskipti í umferðinni, hafa svo sannarlega skilað árangri og tölurnar bera þess merki. Ef við ætlum að setja aukna fjármuni í viðhald og uppbyggingu á stofnum vegum á Íslandi þarf að auka tekjurnar,“ sagði fjármálaráðherra á kynningunni í morgun.

Ætlað að auka tekjur ríkis­sjóðs um 7,5 milljarða árið

Í fjár­laga­frum­varpinu kemur fram að nýju heildar­kerfi fyrir skatt­lagningu á öku­tæki og elds­neyti sé ætlað að auka tekjur ríkis­sjóðs um 7,5 milljarða árið 2024. Tekjur ríkis­sjóðs af þeirri skatt­lagningu hafi rýrnað mikið á undan­förnum árum sam­hliða breytingum á bíla­flota lands­manna.

Greiðslur bif­reiðaeig­enda verða tengd­ar notk­un þeirra á vega­kerf­inu

„Til að bregðast við þeirri þróun verður um ára­mót­in komið á nýju, ein­földu og sann­gjarn­ara kerfi þar sem greiðslur bif­reiðaeig­enda verða í aukn­um mæli tengd­ar notk­un þeirra á vega­kerf­inu auk þess sem að lág­mark bif­reiðagjalds verður hækkað,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.