Allt á hjólum - vel heppnuð sýning

Um og yfir 20 þúsund manns sóttu bílasýninguna Allt á hjólum í Fífunni í Kópavogi um liðna helgi. Það var Bílgreinasambandið sem stóð fyrir sýningunni. Hún er haldin annað hvert ár og var sýningin um liðna helgi sú þriðja sem haldin hefur verið undir þessu nafni. FÍB var með mjög fjölsóttan bás á sýningunni og kynnti þar starfsemi sína.

Að sögn Özurar Lárussonar framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins var sýningin afar vel heppnuð. Aðsóknin var góð og dreifðist mjög jafnt bæði yfir hvorn

http://fib.is/myndir/Crashtestdummy.jpg
Árekstursbrúða FÍB vakti mikla athygli og sýningarbás
FÍB var mjög fjölsóttur báða sýningardagana.

sýningardaginn um sig en einnig yfir báða sýningardaga.

Á sýningunni gaf að líta flesta þá nýju bíla sem neytendum á Íslandi standa til boða, auk ýmislegs annars sem tengist bílum og samgöngum. Áhugi sýningargesta var að sögn Özurar greinilegur og höfðu starfsmenn bílaumboðanna nóg að gera að svara fyrirspurnum gesta og veita þeim upplýsingar og taka móti pöntunum, enda er bílafloti landsmanna orðinn nokkuð gamall að meðaltali og endurnýjun heimilisbílsins orðin verulega aðkallandi hjá mörgum.

En auk algengustu heimilisbíla voru á sýningunni Allt á hjólum í Fífunni ýmsir sérstæðir eða áhugaverðir bílar eins og sérbyggður keppnisbíll ungversks rallkappa sem keppt hefur einum 10 sinnum í Dakar rallinu, einni erfiðustu rallkeppni sem um getur. Þá voru sýndir ýmsir ný fram komnir bílar í fyrsta sinn á Íslandi auk ýmissa sérstakra bíla.

Næsta „Allt á hjólum-sýning“ verður haldin vorið 2017.