Apar og menn önduðu að sér útblæstri úr bílum í tilraunaskyni

 Enn á ný eru þýsku bílaframleiðendur að koma sér í fréttirnar. Nú hafa borist spurnir að því að bílaframleiðendurnir hafi fjármagnað tilraunir þar sem apar og menn önduðu að sér útblæstri úr bílum. Markmiðið hafi verið að sýna fram á dísil sem umhverfisvænt eldsneyti.

Talið er að tilraunirnar hafa verið framkvæmdar á nokkrum öpum árið 2014. Aparnir voru settir inn í loftþéttan klefa á meðan þeir önduðu að sér dísilútblæstri úr Volkswagen-bifreið. Talið er ennfremur að á annað tug einstaklinga hafið tekið þátt í samslags tilraunum .

Þýsk stjórnvöld hafa fordæmt tilraunirnar sem framkvæmdar voru í Nýju Mexíkó og í Hollandi og fjármagnaðar af Volkswagen, BMW og Daimler af því talið er. Farið hefur verið fram á rannsókn í málinu sem þýsk stjórnvöld líta alvarlegum augum.