Fréttir

Daily Tourys frá Iveco er rúta ársins 2017

Nýja fólksflutningabifreiðin Daily Tourys frá Iveco Bus var í maí valin rúta ársins 2017 í flokki minni fólksflutningabifreiða (International Minibus of the Year 2017). Daily Tourys er í raun sami bíllinn og Iveco Daily sem BL selur hér á landi.

Líkur benda til þess að umferð um Hringveginn aukist um 8-9%

Umferðin á Hringveginum í maí hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum maímánuði. Eigi að síður er hraði aukningarinnar í umferðinni heldur minni nú en áður. Það stefnir í að umferðin í ár geti aukist um 8-9 prósent sem er gríðarlega mikið en slær samt ekki met.

Citroën C3 frumsýndur á Íslandi

Brimborg frumsýnir nýjan Citroën C3 laugardaginn 10. júní milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Citroën hjá Brimborg að Bíldshöfða 8.Vindur breytinga blæs nú í gegnum fjölbreytta bílalínu Citroën. Nýtt útlit Citroën C3 er í takt við nýja strauma í litum og áferð.