Fréttir

Mikill kippur í sölu á nýjum bílum í Evrópu

Sala á nýjum bílum í einum mánuði í Evrópu hefur ekki verið meiri í 10 ár. Þetta gerðist í nýliðnum ágúst mánuði þegar nýskráningar bifreiða fór yfir 865 þúsund. Evrópskir bílaframleiðendur eru í skýjunum og eru mjög bjartsýnir á framhaldið.

Orka náttúrunnar tekur í notkun hraðhleðslu á Hvolsvelli

Orka náttúrunnar opnaði í síðustu viku hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Næstu hlöður ON verða á þjónustustöðvum N1 í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Frá því ON tók forystu um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á árinu 2014 hefur fjöldi þeirra hér á landi fertugfaldast.

Farið fram á að VW greiði sömu bætur í Þýskalandi

Félag þýskra bifreiðaeigenda (ADAC) hefur krafist þess að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen Group bjóði þýskum eigendum sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sömu bætur og greiddar hafa verið í Bandaríkjunum.

Samgönguvika framundan

Reykjavíkurborg býður upp á spennandi dagskrá á Samgönguviku 201. Nefna má að málþing verður í ráðhúsi Reykjavíkur um samgöngusamninga fyrirtækja og samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar tilkynnt. Ráðstefnan Hjólum til framtíðar verður haldin í Hafnarfirði, frítt verður í strætó á bíllausa daginn.

Stóraukin skattheimta bitnar ekki síst á íbúum á landsbyggðinni

Miklar umræður hafa sprottið upp um fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytissköttum í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í vikunni en það muni leiða til þess að skattaálögur íslenska ríkisins á eldsneyti verði með þeim hæstu í Evrópu.

Mercedes-Benz styður við förgun eldri dísilbíla á Íslandi

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur hrundið af stað átaki sem ætlað er að draga úr mengun. Fyrirtækið ætlar að greiða 250.000 króna aukalega fyrir bíla sem tilheyra Euro 1 til Euro 4 mengunarstaðli óháð tegundum, akstri og ásigkomulagi og skuldbinda sig jafnframt til að farga bílum sem menga mest.

Aukin útgjöld á einn bíl um 30 til 60 þúsund krónur fyrir hverja fjölskyldu

Eldsneytiskostnaður er veigamikill þáttur í framfærslu heimilanna og hækkun skatta á eldsneyti eykur verðbólgu með tilheyrandi hækkun á verðtryggðum skuldum heimilanna og þyngri afborgunum. Það er ljóst að eldsneytishækkanirnar koma verst niður á þeim fjölskyldum sem hafa minni tekjur og þeim sem búa á jaðarsvæðum á landsbyggðinni og þurfa að sækja alla þjónustu um langan veg.

FÍB hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi hækkunum

Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2018 sem fjármálaráðherra kynnti í gær eru boðaðar miklar hækkanir á eldnsneytissköttum . Í kjölfarið fór af stað mikil umræða en bifreiðaeigendum finnst ansi hart að þeim vegið enda ljóst að reksturskostnaður bíla mun hækka umtalsvert.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar gríðarlega skattahækkun á bílanotkun

Í fjárlagafrumvarpi sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti í morgun verður olíu- og bensíngjald ,,jafnað" á næsta ári. Áhrif þess hefur í för með sér um 9 krónu hækkun á bensínlitra og um 22 krónu hækkun á dísilolíu. Þessar breytingar munu skila ríkissjóði um 6,6 milljörðum króna í auknar tekjur af eldsneytissköttum á næsta ári.

Rannsókn leiðir í ljós svindlbúnað í bílum frá PSA Peugeot Citroën

Grunur manna að ekki hafi allt verið með feldu í dísilbílasmíði PSA Peugeot Citroën í Frakklandi er líklega á rökum reistur.