Fréttir

BL ehf. innkallar 109 BMW bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi BMW bifreiðar af árgerðunum 2000 til 2003. Um er að ræða 109 bifreiðar af 3 series E39 og 5 series E53. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Um er að ræða hluta af alþjóðlegri innköllun sem rekja má til loftpúðaframleiðandans Takata. Við innköllun eru loftpúðar skoðaðir og skipt um ef þurfa þykir .

Bensíndælum í þéttbýli fækkar á næstu árum

Bensíndælum í Reykjavík verður fækkað um helming til ársins 2030 og árið 2040 verða þær að mestu horfnar, gangi loftslagsáætlun borgarinnar eftir. Olíufyrirtækin hafa breytt áherslum í rekstri, meðal annars til að búa sig undir orkuskiptin. Umfjöllun um þetta málefni kemur fram á vefsíðu ruv.is.

Brimborg innkallar Ford Mustang og Ford GT

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford Mustang og Ford GT bifreiðar af árgerðunum 2005 til 2014. Um er að ræða 44 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.

Það var þörf fyrir léttskoðun á markaðnum

Aðalskoðun býður bifreiðaeigendum upp á léttskoðun fyrir þá sem eru að kaupa sér bíl og vilja ganga úr skugga um að hann sé í góðu standi áður en gengið er frá kaupum. Einnig er hægt að nýta skoðunina til að láta yfirfara bílinn, óháð því hvort verið sé að kaupa eða selja. Skoðunin tekur skamman tíma og er farið yfir stýrisbúnað, hjólabúnað, aflrás og hemlabúnað.