Fréttir

Subaru fær gott mat fyrir þróun öryggisbúnaðar

Samkvæmt niðurstöðu nýrrar könnunar helsta greiningarfyrirtækis Bretlands á bílamarkaði, Driver Power Survey, er það mat bíleigenda á Bretlandsmarkaði sem tóku þátt í könnuninni að Subaru sé besti bílaframleiðandi ársins þegar kemur að þróun öryggisbúnaðar fyrir bíla. Þá er Subaru jafnframt í 6. sæti yfir tíu bestu bílaframleiðendur heims.

Sala á rafbílum á eftir að taka kipp

Viðbúið er að rafbílum muni fjölga töluvert á næstu misserum, en frá og með 1. janúar 2020 taka gildi reglur á Evrópska efnahagssvæðinu um hámark meðallosunar allra seldra bíla frá hverjum framleiðanda á koltvísýringi, sem ekki má fara yfir 95 grömm á hvern ekinn kílómeter. Þetta kemur fram í umfjöllun í Viðskiptablaðinu.