Fréttir

Jaguar innkallar 48 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 48 Jaguar I-Pace bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að nauðsynlegt er að endurforrita þurfi vélartölvu vegna reikningsskekkju sem varðar bremsukerfi bifreiðanna. Viðkomandi bifreiðareiganda verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.

Fyrsti rafbíllinn frá Opel á leiðinni

Nú hyllir undir það að fyrsti rafmagnsbíllinn frá þýska bílaframleiðandanum Opel komi á markað. Á fyrstu mánuðum næsta árs rennur upp stór stund í sögu Opel þegar kynntur verður rafbíll af gerðinni Opel Corsa-e sem hefur verið söluhæsta merki bílaframleiðandans um áratuga skeið.

Umferðarþunginn er mestur á föstudögum

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maí jókst um 4,7 prósent sem er mun meiri aukning en varð í sama mánuði fyrir ári síðan. En frá áramótum hefur umferðin aukist um 1,7 prósent sem er minni aukning en árið áður.

Ekkert verður af samruna Fiat Chrysler og Renault

Nú er orðið ljóst að ekkert verður af samruna Fiat Chrysler og Renault. Umræður um sameiningu hafa verið í gangi um nokkra hríð en í morgun ákvað Fiat Chrysler að slíta viðræðum. Ótryggt stjórnmálaástand í Frakklandi er talin aðal ástæðan fyrir því að ekkert verði af samrunanum. Í kölfarið féllu hlutabréf í Renault um 7%.

Markviss uppbygging innviða vegna orkuskipta í samgöngum

Hraðhleðslustöðvum við þjóðveginn verður fjölgað verulega og blásið verður til átaks með ferðaþjónustunni til að stuðla að orkuskiptum hjá bílaleigum, sem hafa víðtæk áhrif á samsetningu bílaflota landsmanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi þriggja ráðherra ríkisstjórnarinnar, þeirra Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem kynnt voru næstu skref varðandi orkuskipti í samgöngum á Íslandi.

Samgöngustofa ætlar ekki að svipta bílaleiguna Procar starfsleyfi

Samgöngustofa ætlar ekki að svipta bílaleiguna Procar starfsleyfi. Tillögur fyrirtækisins að úrbótum voru taldar fullnægjandi. Lögreglurannsókn á málinu er komin til héraðssaksóknara vegna umfangs. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Lækkun á heimsmarkaðsverði ætti að fara að skila sér til Íslands

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, telur að lækkun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti ætti að fara skila sér til Íslands. Hann segir að samkeppni sé að aukast á eldsneytismarkaði. Atlantsolía, Dælan, Orkan og ÓB hafa lækkað bensínverð á sumum stöðvum að undanförnu og fært það nær verðinu í Costco. Þetta kom fram í viðtali við Runólf í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Umferðin eykst á Hringveginum

Umferðin á Hringvegi í maí jókst um 6,5 prósent sem er meiri aukning en á sama tíma í fyrra. Eigi að síður dróst umferðin á Austurlandi saman í maí. Aukningin í umferðinni fyrstu fimm mánuði ársins er töluverð en eigi að síður minnsta aukningin síðan árið 2015. Reikna má með að heildaraukning á árinu gæti orðið um tvö prósent á Hringvegi. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Já­kvæð tákn á lofti fyr­ir neyt­end­ur á eldsneyt­is­markaði

Eins og flestir urðu varir við skall á eldsneytisverðstríð olíufélagana í gær á höfuðborgarsvæðinu. Verðið var tæpum tuttugu krónum lægra á lítrann en á þeim bensínstöðvum sem bjóða upp á næstlægasta verðið. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB,seg­ir að heims­markaðsverð á olíu hafi verið að gefa aðeins eft­ir að und­an­förnu og því komi verðstríðið á heppi­leg­um tíma.

Bensínstríð skollið á á höfuðborgarsvæðinu

Verð á eldsneyti hefur lækkað mikið á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í morgun reið Atlantsolía á vaðið og lækkaði eldsneyti í rúmlega 211 krónur lítrann á stöð sinni á Sprengisandi í Reykjavík.