Fréttir

Hlutdeild nýorkubíla 72,5% fyrstu níu mánuði ársins

Tölur sýna að nýskráningar fólksbifreiða fyrstu níu ársins er 5,4% meiri en hún var á sama tíma í fyrra. Alls eru nýskráningar orðnar 13.838 en voru í fyrra 13.127 fyrstu níu mánuði ársins. Bílar til almennra notkunar eru alls 7.076 sem er um 51,1% hlutdeild. Bifreiðar til ökutækjaleiga eru 6.674 sem er um 48,2% hlutdeild að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.