Fréttir

Bílrúður brotnuðu á nýjum vegakafla á Þverárfjallsvegi

Vegfarendur hafa orðið fyrir tjóni á nýjum vegakafla á Þverárfjallvegi. Vegagerðinni hafa borist hátt í tuttugu tjónatilkynningar vegna brotinna bílrúða á þessum vegkafla síðan vegurinn var opnaður í september.

Minni ívilnanir vegna rafbíla muni draga úr eftirspurn

Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafbílum munu hafa í för með sér að þær munu aðeins eiga við bíla sem eru nýskráðir hér á landi. Þetta kemur fram í bréfi lögmanns bílainnflytjanda en þar segir meðal annars að með breytingunum sé gert upp á milli stærri bílaumboða og smærri söluaðila á markaðinum. Morgunblaðið fjallar um málið í dag.