Bílrúður brotnuðu á nýjum vegakafla á Þverárfjallsvegi

Vegfarendur hafa orðið fyrir tjóni á nýjum vegakafla á Þverárfjallvegi. Vegagerðinni hafa borist hátt í tuttugu tjónatilkynningar vegna brotinna bílrúða á þessum vegkafla síðan vegurinn var opnaður í september.

Að sögn eins vegfarenda sem lent hefur í tjóni er vegurinn mikil samgöngubót. Í samtali við ruv.is segir hann að það sé eins og mölin tolli öll neðan í dekkjunum og ef maður mætir bílum eru þeir með dekkin full af möl og spýta þessu þegar þeir keyra fram hjá.

Haukur Jónsson, deildarstjóri umsjónardeildar á Norðursvæði, segir ekkert nýtt í efnisvali Vegagerðarinnar í þessum framkvæmdum og að kornastærð sé átta til sextán millimetrar. Hann segir þó að það sé að taka lengri tíma fyrir efnið að bindast en búist var við. Þar geti veðurfar spilað inn í, auk þess sem engin umferð fór um veginn á meðan lagningu stóð.

G.Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagðist aðspurður að þeir sem lenda í tjóni skila inn tjónaskýrslu en það er tryggingarfélag verktakans sem tekur á þessu máli.

Þeir sem lenda í tjóni skila inn tjónaskýrslu en að er tryggingarfélag verktakans sem tekur á þessu. Hann segir að ástand þetta sem skapaðist á Þverárfjallsvegi gerist stundum við lagningu klæðingar þótt þarna sé um að ræða óvenjumörg tjón.

Þess má geta að eftir að vegurinn var opnaður fyrir umferð í september var hámarkshraði minnkaður í sjötíu kílómetra á klukkustund. Vegfarendur eru beðnir að virða þann hámarkshraða.