Áreiðanlegustu bílarnir í Þýskalandi

Vottunar- og bílaskoðunarfyrirtækið TÜV í Þýskalandi gefur árlega út lista yfir þá bíla sem áreiðanlegastir eru í rekstri, óáreiðanlegastir og allt þar í milli. Listinn er venjulega gefinn út í lok desembermánaðar en að þessu sinni hafa verið opinberaðir ýmsir mikilvægir þættir hans enda þótt mánuðurinn sé varla hálfnaður. Eins og svo oft áður kemur í ljós að frönsku bílarnir eiga nokkuð langt í land með að flokkast með traustustu og endingarbestu bílum.  Hinn klassíski Porsche sportbíll er á hinn bóginn með þeim allra bestu.

Þessi áreiðanleikatölfræði TÜV byggir á grunni 7.779.312 bíla sem teknir voru til skoðunar á tímabilinu júlí 2010 til og með júní 2011. Það sem mestu ræður um hvar þeir lenda á listum er það hversu stórt hlutfall hverrar árgerðar stenst ekki skoðun og þarf að fara í viðgerð áður en notkun er leyfð að nýju. Athygli vekur hversu margar gerðir Toyotabíla sitja hátt á þessum listum þar sem bílum er raðað eftir aldri. Sömuleiðis er athyglisvert hversu vel Porsche Boxster, Porsche Cayman og Porsche 911 duga.

Enda þótt tvíorkutæknin í Toyota Prius sé æði flókin og gæti því eðli máls samkvæmt gerst bilanagjörn með aldri, þá er Toyota Prius engu að síður efstur á lista þriggja ára gamalla bíla. Japanskir bílar eru eins og lengstum áður áberandi ofarlega á flestum listum en af tíu til ellefu ára gömlum bílum er Porsche 911 sá bíll sem fæstar bilanir finnast í við skoðun. Vestu bílarnir í flokki þeirra eldri eru svo Ford Ka, en af honum fengu fjórir af hverjum tíu ekki skoðun. Næstir Ford Ka neðan frá og ekki mikið skárri eru svo Seat Alhambra, Ford Galaxy og Volkswagen Sharan sem í grunninn eru einn og sami bíll. Athyglisvert er að Mercedes Benz bílar eru bæði meðal þeirra bestu og verstu. SLK og S-línan stendur  sig vel en E-línan ekki.

Þriggja ára gamlir bílar

-tölurnar í svigunum eru hlutfall þeirra bíla sem ekki standast skoðun

10 bestu

1. Toyota Prius (1.9%)
http://www.fib.is/myndir/Toyota-Prius.jpg
Toyota Prius. Bestur af
þriggja ára bílum.
 
2. Toyota Auris (2.6%)
3. Mazda 2 (2.6%)
4. Porsche Boxster/Cayman (2.8%)
5. Volkswagen Golf Plus (2.8%)
6. Ford Fusion (3%)
7. Toyota Corolla Verso (3.1%)
8. Mazda 3 (3.2%)
9. Opel Agila (3.3%)
9. Suzuki SX4 (3.3%)

10 verstu

118. Kia Sorento (9.2%)
http://www.fib.is/myndir/Dacia-logan-2008.jpg
Dacia Logan.
 
119. Peugeot 407 (9.4%)
120. Alfa Romeo 159 (9.4%)
121. Citroën C4 (9.5%)
122. Hyundai Atos (10%)
123. Hyundai Santa Fe (10.1%)
124. Citroën C5 (11.5%)
125. Fiat Panda (11.6%)
126. Renault Espace (12.2%)
127. Dacia Logan (12.5%)

10–11 ára bílar

10 bestu

1. Porsche 911 (9.5%)
http://www.fib.is/myndir/Porsche911-2000.jpg
Porsche 911 árg. 2000.
 
2. Toyota RAV4 (10%)
3. Toyota Yaris (16.8%)
4. Toyota Avensis (17.6%)
5. Mazda MX-5 (17.9%)
6. Mercedes SLK (18.1%)
7. Toyota Corolla (18.1%)
8. Suzuki Vitara (18.4%)
9. Mercedes S-klass (20.7%)
10. Honda Accord (21%)

10 verstu

64. Mercedes E-klass (31.6%)
http://www.fib.is/myndir/Fordka-2001.jpg
Ford Ka árg. 2010.
 
65. Volkswagen Passat (32.2%)
66. Fiat Punto (32.3%)
67. Citroën Berlingo (32.4%)
68. Alfa Romeo 156 (34.4%)
69. Fiat Brava/Bravo (36%)
70. Volkswagen Sharan (36.5%)
71. Seat Alhambra (36.7%)
72. Ford Galaxy (37.9%)
73. Ford Ka (38.9%)