Áskorun til stjórnvalda um lækkun eldsneytisskatta
			
					12.08.2005			
	
	
				FÍB sendi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar erindi fyrir
um mánuði síðan þar sem félagið hvatti stjórnvöld til að draga úr
sköttum á eldsneyti vegna gríðarlegrar hækkunar olíu á
heimsmarkaði. Fordæmi eru fyrir svona inngripi stjórnvalda frá
fyrri árum m.a. í tíð núverandi ríkisstjórnar. FÍB hefur
ekki fengið formlegt svar frá stjórnvöldum en ráðamenn hafa lýst sig
fremur andsnúna þessum hugmyndum í fjölmiðlum.
Nú þegar verð á bensíni og dísilolíu er í sögulegu hámarki er það
eðlileg krafa að dregið sé úr ofursköttum á eldsneyti. Til að
styrkja þessa sjálfsögðu kröfu hefur FÍB sett af stað
undirskriftasöfnun á heimasíðu félagsins þar sem fylgjendur lægri
skatta á eldsneyti geta skráð nöfn sín og þar með hug sinn.
Glugginn er vinstramegin á síðunni undir rauðlitaðri fyrirsögn:
Áskorun til stjórnvalda - undirskriftasöfnun.
FÍB hvetur alla sem málinu eru fylgjandi til að skrá sig á þennan lista og sýna þannig kjörnum fulltrúum almennings hug sinn.
		
	um mánuði síðan þar sem félagið hvatti stjórnvöld til að draga úr
sköttum á eldsneyti vegna gríðarlegrar hækkunar olíu á
heimsmarkaði. Fordæmi eru fyrir svona inngripi stjórnvalda frá
fyrri árum m.a. í tíð núverandi ríkisstjórnar. FÍB hefur
ekki fengið formlegt svar frá stjórnvöldum en ráðamenn hafa lýst sig
fremur andsnúna þessum hugmyndum í fjölmiðlum.
Nú þegar verð á bensíni og dísilolíu er í sögulegu hámarki er það
eðlileg krafa að dregið sé úr ofursköttum á eldsneyti. Til að
styrkja þessa sjálfsögðu kröfu hefur FÍB sett af stað
undirskriftasöfnun á heimasíðu félagsins þar sem fylgjendur lægri
skatta á eldsneyti geta skráð nöfn sín og þar með hug sinn.
Glugginn er vinstramegin á síðunni undir rauðlitaðri fyrirsögn:
Áskorun til stjórnvalda - undirskriftasöfnun.
FÍB hvetur alla sem málinu eru fylgjandi til að skrá sig á þennan lista og sýna þannig kjörnum fulltrúum almennings hug sinn.
 English
English 
							 Gerast Félagi
 Gerast Félagi Eldsneytisvaktin
 Eldsneytisvaktin 
					 
					 
					 
					 
					 
					
