Áskorun um bættar samgöngur um Kjalarnes

Yfir 4500 hafa skrifað undir áskorun til samgönguráðherra um nauðsynlegar endurbætur á veginum um Kjalarnes. Fram kemur frá hópi fólks, sem berst fyrir bættum samgöngum um Kjalarnes, að í nærri hverri fjölskyldu á Akranesi er einhver sem keyrir Vesturlandsveg til vinnu eða náms. Þetta kemur fram á RÚV.

Umferð um Vesturlandsveg hefur aukist mikið, bæði með auknum fjölda ferðamanna, opnum Hvalfjarðarganga og eins þegar fasteignarverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði og fólk flutti í auknum máli á Akranes.

Fram kemur frá hópnum að þrátt fyrir aukna umferð um veginn hafi viðhald um umræddan veg ekki aukist samhliða. Alvarleg slyss hafa orðið þar og í upphafi árs varð banaslys á veginum.

Nánari umfjöllun má nálgast hér.