Atlantsolía lækkar bensínlítra um eina krónu

 http://www.fib.is/myndir/Atlolia.jpg

Atlantsolía tilkynnti um krónu lækkun á lítra af bensíni í dag. Eftir lækkunina kostar lítrinn af bensíni 108,80 krónur. Annað eldsneyti lækkar ekki. Gömlu olíufélögin fylgdu fordæmi Atlantsolíu og lækkuðu einnig um eina krónu.