Atlantsolía lækkar um 2 krónur á lítra

Atlantsolía lækkaði nú rétt fyrir hádegi verð á bensíni og dísilolíu um 2 krónur á lítra.  Eftir þessa lækkun kostar hver lítri af bensíni hjá Atlantsolíu 168.20 krónur og hver lítri af dísilolíu 186,10 krónur.  FÍB hefur verið að bíða eftir lækkun á eldsneyti í samræmi  við lækkun á heimsmarkaði.  Heimsmarkaðsverðið hefur heldur lækkað það sem af er degi og gengi íslenskrar krónu er stöðugt.Fljótlega má búast við að önnur olíufélög fylgi fordæmi Atlantsolíu og lækki eldsneytisverð hjá sér.