Átta hundruð ökumenn óku gegn rauðu ljósi

Um 800 ökumenn voru staðnir að því að aka gegn rauðu ljósi á höfuðborgarsvæðinu árið 2019 og fjölgaði mikið í þeim hópi á milli ára. Að því fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að stöðubrotum fækkaði hins vegar á sama tímabili og voru um 4.000.

Þá ber að nefna að afskipti voru höfð af 2.200 ökutækjum sem voru ýmist ótryggð og/eða óskoðuð, en þeim málum fækkaði aðeins frá árinu á undan.

Loks verður að nefna þann hættulegan ósið ökumanna að tala í síma á meðan á akstri stendur, en um 1.200 ökuþórar voru teknir fyrir það lögbrot að tala í síma án handfrjáls búnaðar.

Sektir fyrir þá háttsemi voru hækkaðar margfalt vorið 2018, eða úr fimm þúsund í 40 þúsund. Sama ár fjölgaði þeim verulega sem voru teknir fyrir þessa iðju og sú þróun hélt áfram árið 2019.