Audi eigendur ákafastir í framhjáhald

Flest dettur fólki í hug að kanna. Nú hefur bresk stefnumótasíða sem heitir Illicit Encounters (Forboðin samskipti) kannað bílaeign 750 þúsund meðlima sinna. Niðurstaðan er sú að þeir alhörðustu í því að leita eftir skyndikynnum framhjá mökum sínum eru þeir sem aka á dýrum þýskum bílum, sérstaklega þó Audi.

Það hefur nú lengi verið haft fyrir satt að bílar sem fólk ekur segja svolítið um það, en að hægt væri að lesa út úr bíl manneskju það að hann eða hún hafi áhuga á nánum kynnum til hliðar við maka sína eða sambýlinga, það eru nýjar fréttir. Það eru nokkur tíðindi að vita nú að þeir sem aka á Audi bílum séu mestu framhjáhaldararnir og næst verstir séu BMW eigendur. Og að þau sem aka Volvo, Peugeot og Toyota séu mun ólíklegri til að vera til í tuskið, það eru líka nokkur tíðindi.

Og samkvæmt þessum vísindum hafa þeir sem aka frönsku bílunum Peugeot og Renault minnstan áhuga á að fara á bak við maka sína og eiga sér viðhöld úti í bæ. Þá virðast Skodaeigendur sömuleiðis þokkalega trygglyndir. Á listunum hér að neðan sést prósentuhluti þeirra bíleigenda sem tilbúnir eru í framhjáhald ef færi gefst og hvaða bílategund það er sem þeir eiga. Munurinn er óneitanlega mikill.

Bíleigendur sem ákafastir eru í framhjáhald

1. Audi                         22,21 %
2. BMW                       13,79 %
3. Mercedes                8,73 %
4. Volvo                       7,55 %
5. Volkswagen            5,74 %

Minnstu framhjáhaldsbílarnir

1. Peugeot                  0,38 %
2. Renault                    0,51 %
3. Rover                       0,53 %
4. Skoda                      1,05 %
5. Hyundai                   1,55 %