Audi smíðar fallegustu bílana

The image “http://www.fib.is/myndir/AudiA8.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/MiniCooper.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Audi A8 - fallegasti bíllinn að mati Þjóðverja og Mini - fallegasti smábíllinn.
Audi A4, A6 og A8 eru fallegustu bílarnir hver í sínum flokki að mati 36.500 lesenda tveggja þýskra bílatímarita. Fegursti smábíllinn að þeirra mati er Mini og fallegasti jeppinn er VW Touareg. Draumabíll lesendanna er svo Porsche Carrera GT.
Þetta er annað árið í röð sem Mini þykir fegursti smábíllinn. Á hæla hans koma Peugeot 206 og VW Polo. Í flokki minni meðalbíla þykir Alfa Romeo 147 fallegastur. Næstir koma Audi A3 og Opel Astra. Í meðalflokknum þykir Audi A4 fallegastur, þá Mercedes C og Alfa Romeo 156. Í efri milliflokki þykir Audi A6 fegurstur, þá Mercedes E og BMW 5. Í flokki stórra fólksbíla er Audi A8 efstur en hann hlaut jafnframt langflest stig og er því fegursti bíllinn í augum Þjóðverja.
Fallegasti jeppinn þótti vera VW Touareg. Á eftir honum kemur BMW X5 og Audi Allroad. Af litlum fjölnotabílum þótti Seat Altea fallegastur. Á eftir honum koma Mazda 5 og VW Touran.
Fallegasti sportbíllinn þykir Þjóðverjum vera Mercedes SLK sem hefur vinninginn yfir Porsche Boxter og Audi A4 Cabrio. En hver er svo hinn fullkomni draumabíll Þjóðverja? Jú, það er Porsche Carrera GT. Næstir honum koma Mercedes SLR og Porsche 911.
The image “http://www.fib.is/myndir/CarreraGT.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Porsche Carrera GT - draumabíllinn.