Aukin sendingaþjónusta Stillingar og verslun í Kópavogi lokað

Stilling hefur ákveðið að loka varahlutaverslun sinni við Smiðjuveg í Kópavogi þann 1. nóvember næstkomandi og auka um leið sendingaþjónustu til verkstæða. Skutlum Stillingar verður fjölgað og ferðir með varahluti til verkstæða verða á klukkutíma fresti.

Með þessum breytingum er Stilling að mæta breyttum verslunarháttum og hækka þjónustustig fyrirtækisins. Viðskiptavinir spara sér dýrmætan tíma með því að panta vörur á netinu, í tölvupósti eða síma og fá þær í hendur stuttu síðar.

Fyrir þá sem vilja gera innkaupin í eigin persónu er ekki langt að fara í verslun Stillingar á Bíldshöfða, eða eftir atvikum í Hafnarfirði, einnig rekur Stilling verslanir á Selfossi og Akureyri.

Þessi breyting er sambærileg við þá þróun sem orðið hefur víða erlendis, að litlum útsölustöðum fækkar og þjónustan færist yfir í netverslun úr stórum vöruhúsum. Fljótlegra og ódýrara verður fyrir viðskiptavininn að fá vöruna senda hratt og örugglega fremur en leggja á sig tilheyrandi ferðir og fyrirhöfn.

Stilling vil þakka viðskiptavinum fyrir ánægjuleg viðskipti og samskipti á Smiðjuveginum í gegnum tíðina og vonast til að sem flestir sjái sér hag í því að nýta sendinga- þjónustuna eða láti sjá sig í versluninni á Bíldshöfðanum.