Aukin umferð á Reykjanesbraut og á Snæfellsnesi

Umferðin utan Hringavegar og höfuðborgarsvæðisins hagar sér aðeins öðruvísi. Meðan mikil aukning hefur orðið á umferðinni á Reykjanesbrautinni og á Snæfellsnesi dregst hún saman fyrstu þrjá mánuði ársins á Austfjörðum og í mars á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Hér gæti umferð um páska haft eitthvað að segja. Páskar eru í aprílmánuði í ár en voru í mars í fyrra.

Umferðin innan Austurlands og á Vestfjörðum er viðkvæmari fyrir sveiflum í páskaumferð en önnur svæði er Vegagerðin flytur fréttir frá, ef marka má eftirfarandi:

Milli mars mánuða 2016 og 2017

  • Umferðin á Snæfellsnes jókst um                           28%
  • Umferðin á Vestfjörðum dróst saman um               14%
  • Umferðin innan Austfjarða dróst saman um             2%

Mismunur frá áramótum milli áranna 2016 og 2017

  • Snæfellsnes        30%
  • Vestfirðir               4%
  • Austfirðrir             3%

Þetta er heldur minni vöxtur miðað við sama tíma á síðasta ári, sjá töfluna:

Reykjanesbraut - Strandarheiði

Umferðin á Reykjanesbraut um Strandarheiði jókst um 18% milli marsmánuða 2016 og 2017.  Þessi mikla aukning nú kemur í kjölfarið á 20% aukningu sem varð á milli sömu mánuða fyrir árin 2015 og 2016.

Það sem af er ári hefur umferðin um Reykjanesbraut aukist um 20% miðað við sama tímabil fyrir árið á undan. Á sama tíma á síðasta ári hafði umferðin aukist aðeins minna eða um 18% miðað við árið 2015.

Umferðin á Strandarheiði er að jafnaði þyngst á mánudögum en minnst á föstudögum, það sem af er ári.

Nú eru horfur á að ársdagsumferðin (ÁDU) á Strandarheiði geti orðið tæplega 17 þúsund ökutæki á sólarhring og sumardagsumerðin (SDU) rúmlega 19 þúsund ökutæki á sólarhring.