Aukning í umferðinni í borginni aldrei meiri

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um 12% milli ára frá áramótum. Umferðin í borginni í febrúar jókst einnig um 12% milli ára, mest á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku.

Umferð í nýliðnum febrúar jókst um 12% miðað við sama mánuð á síðasta ári, á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning varð til þess að gamla umferðarmetið frá árinu 2019 var slegið um 0,1%. Mest jókst umferð um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku eða rúmlega 13%.

Nú hefur umferð aukist um 12% frá áramótum. Aldrei áður hefur mælst meiri aukning í umferð fyrir fyrstu tvo mánuði ársins á höfuðborgarsvæðinu, á milli ára.

Í nýliðnum febrúar jókst umferð lang mest á mánudögum eða rúmlega 37% en minnst á miðvikudögum eða tæplega 5%. Þessar miklu sveiflur, milli ára, kunna að skýrast af veðurfari og færð.

Nánari upplýsingar má finna hér.